Skíðaskálinn

Skíðaskálinn hefur verið sannkallað sæluhús á miðri Hellisheiði frá því 1935. Sérstaða Skíðaskálans endurspeglast í staðsetningunni sem og yfirbragði byggingarinnar. Í húsinu má upplifa samspil gamla tímans við norræna stemningu sem skilar sér í einstaklega hlýlegum, heimilislegum og rómantískum blæ.